Kvika og einkafjárfestar kaupa lóðir í Vogabyggð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi Festis. Vísir/eyþór Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07