Dennis Rodman býður Kanye West til Norður-Kóreu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:39 Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West í ferð til Norður-Kóreu. Hann telur að West myndi kunna vel að meta landið. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltaleikmaðurinn Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West til Norður-Kóreu. Hann vill kynna West fyrir lífinu í Norður-Kóreu og fyrir Kim Jong Un, leiðtoga landsins. Þannig gæti West samið tónlist um landið leyndardómsfulla. Rodman, sem er orðinn 57 ára, er gamall vinur hins Norður-Kóreska leiðtoga. Hann er á meðal fárra Vesturlandabúa sem hefur verið boðið til fundar leiðtogans. Rodman segir í viðtali við US Weekly að Kim beri virðingu fyrir sér og sýni sjónarmiðum sínum skilning. Hann segist þá vera mikill aðdáandi tónlistar Kanye West og beri auk þess mikla virðingu fyrir rapparanum. Í ljósi þessa vilji hann bjóða honum í ferðalag til Norður-Kóreu. Sky News greinir frá þessu. „Veistu það, ég ætla að bjóða honum með mér í næstu ferð til Norður-Kóreu,“ segir Rodman sem viss um að West verði fyrir miklum innblæstri í heimsókn sinni til landsins. „Ef hann vill búa til hljómplötu um landið þá verður hann í Norður-Kóreu í sex til sjö daga svo hann sjái allt það sem er í gangi þar.“Let's make history baby! @kanyewest pic.twitter.com/4hNpSGOa9y— Dennis Rodman (@dennisrodman) July 14, 2018 Ætla má að Kim Jong Un hafi heillast af íþróttinni vegna föður hans, Kims Jong Il, sem var forfallinn körfuboltaaðdáandi. Á safni í Pyongyang sem tileinkað er gjöfum sem einræðisherrann hefur hlotið í gegnum tíðina frá leiðtogum annarra ríkja er til sýnis körfubolti með eiginhandaráritun frá Michael Jordan sem lék fyrir Chicago Bulls. Kim Jong Il fékk körfuboltann að gjöf frá Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2000. Í síðustu viku fékk West áritaða Chicago Bulls treyju að gjöf frá Rodman. West birti síðan mynd af gjöfinni á Twittersíðu sinni með orðsendingu til Rodmans. Hann sagði körfuboltakappann vera mikla fyrirmynd. Rodman væri í sífellu að „brjóta múra með sjálfstæðri hugsun sinni“. Thank to one of my biggest inspirations … always breaking barriers with independent thought pic.twitter.com/WQLKCG7tXM— KANYE WEST (@kanyewest) July 10, 2018 Rodman þakkaði fyrir fögur orð í sinn garð með myndbandi sem hann tók upp. Í því stingur hann upp á að félagarnir vinni saman að rapplagi um heimsfrið og leiðtoga ástarinnar. Rodman og West hafa báðir hælt Donald Trump, Bandaríkjaforseta og skartað derhúfu með slagorði kosningabaráttu Trumps: „Gerum Bandaríkin glæst á ný“. Dennis Rodman var 14 ár í NBA-deildinni og lék meðal annars með Detroit Pistons, San Antionio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Maverics. Rodman varð fimm sinnum NBA-meistari með sínum liðum. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48 Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltaleikmaðurinn Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West til Norður-Kóreu. Hann vill kynna West fyrir lífinu í Norður-Kóreu og fyrir Kim Jong Un, leiðtoga landsins. Þannig gæti West samið tónlist um landið leyndardómsfulla. Rodman, sem er orðinn 57 ára, er gamall vinur hins Norður-Kóreska leiðtoga. Hann er á meðal fárra Vesturlandabúa sem hefur verið boðið til fundar leiðtogans. Rodman segir í viðtali við US Weekly að Kim beri virðingu fyrir sér og sýni sjónarmiðum sínum skilning. Hann segist þá vera mikill aðdáandi tónlistar Kanye West og beri auk þess mikla virðingu fyrir rapparanum. Í ljósi þessa vilji hann bjóða honum í ferðalag til Norður-Kóreu. Sky News greinir frá þessu. „Veistu það, ég ætla að bjóða honum með mér í næstu ferð til Norður-Kóreu,“ segir Rodman sem viss um að West verði fyrir miklum innblæstri í heimsókn sinni til landsins. „Ef hann vill búa til hljómplötu um landið þá verður hann í Norður-Kóreu í sex til sjö daga svo hann sjái allt það sem er í gangi þar.“Let's make history baby! @kanyewest pic.twitter.com/4hNpSGOa9y— Dennis Rodman (@dennisrodman) July 14, 2018 Ætla má að Kim Jong Un hafi heillast af íþróttinni vegna föður hans, Kims Jong Il, sem var forfallinn körfuboltaaðdáandi. Á safni í Pyongyang sem tileinkað er gjöfum sem einræðisherrann hefur hlotið í gegnum tíðina frá leiðtogum annarra ríkja er til sýnis körfubolti með eiginhandaráritun frá Michael Jordan sem lék fyrir Chicago Bulls. Kim Jong Il fékk körfuboltann að gjöf frá Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2000. Í síðustu viku fékk West áritaða Chicago Bulls treyju að gjöf frá Rodman. West birti síðan mynd af gjöfinni á Twittersíðu sinni með orðsendingu til Rodmans. Hann sagði körfuboltakappann vera mikla fyrirmynd. Rodman væri í sífellu að „brjóta múra með sjálfstæðri hugsun sinni“. Thank to one of my biggest inspirations … always breaking barriers with independent thought pic.twitter.com/WQLKCG7tXM— KANYE WEST (@kanyewest) July 10, 2018 Rodman þakkaði fyrir fögur orð í sinn garð með myndbandi sem hann tók upp. Í því stingur hann upp á að félagarnir vinni saman að rapplagi um heimsfrið og leiðtoga ástarinnar. Rodman og West hafa báðir hælt Donald Trump, Bandaríkjaforseta og skartað derhúfu með slagorði kosningabaráttu Trumps: „Gerum Bandaríkin glæst á ný“. Dennis Rodman var 14 ár í NBA-deildinni og lék meðal annars með Detroit Pistons, San Antionio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Maverics. Rodman varð fimm sinnum NBA-meistari með sínum liðum.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48 Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48
Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46