Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júlí 2018 11:56 Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. samsett mynd Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fundið nein gögn um það að hin umdeilda Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hafi verið fengin til þess að ávarpa hátíðarþingfund á Þingvöllum eftir að hann hafði gaumgæft allar fundargerðir forsætisnefndar auk fylgiskjala. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en degi fyrir hátíðarfundinn sem forsætisnefnd var tilkynnt um dagskrána. Þingmenn Pírata ákváðu í gær að sniðganga hátíðarþingfund, sem blásið var til í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslendinga, vegna ávarps Kjærsgaard sem umdeild er fyrir baráttu gegn fjölmenningu og Íslam í heimalandi sínu.Semur spurningar fyrir Steingrím Þegar blaðamaður náði tali af Jóni Þór var hann í óðaönn að semja spurningar til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins. Hann segir mikilvægt að Steingrímur varpi ljósi á ákvörðunarferlið því hann sé ánægður með það hvernig staðið var að fundinum. „Ég vil fá þetta á hreint frá honum. Með hvaða fyrirvara er venjan? Ef hann gerir vel þá hefði hann þurft að upplýsa okkur um þetta áður en hann býður henni. Hann upplýsti okkur hvorki um það áður né eftir. Ég er búinn að fara í gegnum allar fundargerðir forsætisnefndar, dagskrá fundanna með fylgiskjölum og ég á alla þessa pappíra. Ég skanna þetta og sendi á þingflokkinn og ég á líka mínar eigin fundargerðir sem ég rita á fundunum, ég hef setið þessa fundi og hvergi er minnst á þetta,“ segir Jón Þór. Í tilkynningu frá 20. apríl kemur fram á vef Alþingis að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefði fundað með Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, og gert henni „grein fyrir dagskrá fullveldisársins og hátíðarfundar Alþingis […]“. Þá kemur fram í lok tilkynningarinnar að Pia muni koma til með að ávarpa samkomuna: „Pia Kjærsgaard mun flytja sérstakt ávarp á Þingvallafundi og kveðju dönsku þjóðarinnar á fullveldisári Íslands.“Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flutti ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í gær.Vísir/gettyÞrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ávarp Piu í apríl segja þeir Jón Þór og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem báðir eiga sæti í forsætisnefnd, að Steingrímur hefði ekki, á vettvangi forsætisnefndar, minnst á Piu Kjærsgaard fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Aðspurðir segjast þeir hvorugir hafa „kveikt á perunni“ á forsætisnefndarfundi á þriðjudag. „Nei, ég vissi ekki hver þessi kona var, ef ég á að segja alveg eins og er. Mig grunaði ekki að það væri til sá möguleiki í tilverunni að forseti Alþingis væri með einhverja umdeilda manneskju á hátíðarfundi þjóðarinnar, hundrað ára fullveldis, án þess þá að vera búinn að kynna sér hana vel og að boðið myndi ekki ólgu; það myndi ekki sundra okkur á þessum mikilvægu tímamótum,“ segir Jón Þór.Ekki óhjákvæmilegt að bjóða Piu heldur rof hefðar Þorsteinn tekur undir gagnrýni Jóns Þórs og segir að standa hefði mátt betur að ákvörðuninni. Það hefði alls ekki verið óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins að halda ræðu á hátíðarfundi. Þorsteini rekur ekki minni til þess að Steingrímur hafi minnst á hlutverk Piu í hátíðardagskránni fyrr en í vikunni. „Ég held það megi alveg taka undir þá gagnrýni í ljósi þess að í fyrsta lagi var verið að rjúfa hefð. Það hefur ekki borið upp áður að utanaðkomandi einstaklingur ávarpi þingfund. Hefðin er sú að aðeins kjörnir þingmenn og forseti ávarpa fund í þingsal og mér skilst að það hafi aldrei komið til áður að annar en þessir aðilar ávarpi þingfund. Ég held það mætti taka undir þá gagnrýni að það hefði mátt vera talsvert vandaðri og ítarlegri umræða um það hvort þetta væri tilefni til þess að rjúfa þá hefð. Í ljósi þess hver gegndi embætti forseta danska þingsins þá hefði verið ástæða til þess að staldra við og skoða málið betur,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir brýnt að dreginn verðir lærdómur af þessari uppákomu. Það sé mikilvægt að vanda til verka við jafn merk tímamót og hundrað ára afmæli fullveldis Íslendinga. „Þarna hefði verið full ástæða til að staldra við og ræða málin vandlega í ljósi þess að um afar umdeildan einstakling væri að ræða.“Ekki náðist í Steingrím við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fundið nein gögn um það að hin umdeilda Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hafi verið fengin til þess að ávarpa hátíðarþingfund á Þingvöllum eftir að hann hafði gaumgæft allar fundargerðir forsætisnefndar auk fylgiskjala. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en degi fyrir hátíðarfundinn sem forsætisnefnd var tilkynnt um dagskrána. Þingmenn Pírata ákváðu í gær að sniðganga hátíðarþingfund, sem blásið var til í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslendinga, vegna ávarps Kjærsgaard sem umdeild er fyrir baráttu gegn fjölmenningu og Íslam í heimalandi sínu.Semur spurningar fyrir Steingrím Þegar blaðamaður náði tali af Jóni Þór var hann í óðaönn að semja spurningar til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins. Hann segir mikilvægt að Steingrímur varpi ljósi á ákvörðunarferlið því hann sé ánægður með það hvernig staðið var að fundinum. „Ég vil fá þetta á hreint frá honum. Með hvaða fyrirvara er venjan? Ef hann gerir vel þá hefði hann þurft að upplýsa okkur um þetta áður en hann býður henni. Hann upplýsti okkur hvorki um það áður né eftir. Ég er búinn að fara í gegnum allar fundargerðir forsætisnefndar, dagskrá fundanna með fylgiskjölum og ég á alla þessa pappíra. Ég skanna þetta og sendi á þingflokkinn og ég á líka mínar eigin fundargerðir sem ég rita á fundunum, ég hef setið þessa fundi og hvergi er minnst á þetta,“ segir Jón Þór. Í tilkynningu frá 20. apríl kemur fram á vef Alþingis að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefði fundað með Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, og gert henni „grein fyrir dagskrá fullveldisársins og hátíðarfundar Alþingis […]“. Þá kemur fram í lok tilkynningarinnar að Pia muni koma til með að ávarpa samkomuna: „Pia Kjærsgaard mun flytja sérstakt ávarp á Þingvallafundi og kveðju dönsku þjóðarinnar á fullveldisári Íslands.“Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flutti ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í gær.Vísir/gettyÞrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ávarp Piu í apríl segja þeir Jón Þór og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem báðir eiga sæti í forsætisnefnd, að Steingrímur hefði ekki, á vettvangi forsætisnefndar, minnst á Piu Kjærsgaard fyrr en síðastliðinn þriðjudag. Aðspurðir segjast þeir hvorugir hafa „kveikt á perunni“ á forsætisnefndarfundi á þriðjudag. „Nei, ég vissi ekki hver þessi kona var, ef ég á að segja alveg eins og er. Mig grunaði ekki að það væri til sá möguleiki í tilverunni að forseti Alþingis væri með einhverja umdeilda manneskju á hátíðarfundi þjóðarinnar, hundrað ára fullveldis, án þess þá að vera búinn að kynna sér hana vel og að boðið myndi ekki ólgu; það myndi ekki sundra okkur á þessum mikilvægu tímamótum,“ segir Jón Þór.Ekki óhjákvæmilegt að bjóða Piu heldur rof hefðar Þorsteinn tekur undir gagnrýni Jóns Þórs og segir að standa hefði mátt betur að ákvörðuninni. Það hefði alls ekki verið óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins að halda ræðu á hátíðarfundi. Þorsteini rekur ekki minni til þess að Steingrímur hafi minnst á hlutverk Piu í hátíðardagskránni fyrr en í vikunni. „Ég held það megi alveg taka undir þá gagnrýni í ljósi þess að í fyrsta lagi var verið að rjúfa hefð. Það hefur ekki borið upp áður að utanaðkomandi einstaklingur ávarpi þingfund. Hefðin er sú að aðeins kjörnir þingmenn og forseti ávarpa fund í þingsal og mér skilst að það hafi aldrei komið til áður að annar en þessir aðilar ávarpi þingfund. Ég held það mætti taka undir þá gagnrýni að það hefði mátt vera talsvert vandaðri og ítarlegri umræða um það hvort þetta væri tilefni til þess að rjúfa þá hefð. Í ljósi þess hver gegndi embætti forseta danska þingsins þá hefði verið ástæða til þess að staldra við og skoða málið betur,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir brýnt að dreginn verðir lærdómur af þessari uppákomu. Það sé mikilvægt að vanda til verka við jafn merk tímamót og hundrað ára afmæli fullveldis Íslendinga. „Þarna hefði verið full ástæða til að staldra við og ræða málin vandlega í ljósi þess að um afar umdeildan einstakling væri að ræða.“Ekki náðist í Steingrím við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44