„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“

Þetta segir Steingrímur, í fréttatilkynningu, þrátt fyrir að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem báðir eiga sæti í forsætisnefnd, haldi því fram að forsætisnefnd hafi ekki verið kunnugt um að Piu Kjærsgaard hefði verið boðið að ávarpa hátíðarfundinn. Það hafi ekki verið fyrr en á þriðjudaginn sem Steingrímur hafi tilkynnt nefndinni um dagskrána.
Sjá nánar: Vilja vita meira um ákvörðunarferlið
Steingrímur segir að það hafi þótt sjálfsagt frá byrjun að forseti danska þingsins yrði í sérstöku hlutverki á hátíðarfundinum. Því hafi þingforsetanum verið boðið til landsins.
„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin og leyfir sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir

Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi
Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“.

Pia í skýjunum með Íslandsferðina
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga.

Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn.

Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“
Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag.

Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins
Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga.