Fundi lokið í ljósmæðradeilu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:05 Frá fundi samninganefndanna í morgun. vísir/einar árnason Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32