Fundi lokið í ljósmæðradeilu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:05 Frá fundi samninganefndanna í morgun. vísir/einar árnason Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32