Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júlí 2018 15:18 Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. Fyrirspurnin er í fjórum liðum en spurningarnar snúa allar að því ferli ákvarðanatökunnar að fá Piu, forseta danska þjóðþingsins, til þess að ávarpa hátíðarsamkomuna. Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Þá leikur Jóni Þóri hugur á að vita hvenær Piu var formlega boðið. „Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað?“ spyr Jón Þór sem biður jafnframt um afrit af öllum samskiptum á milli Alþingis, forseta Alþingis og Skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem geti varpað ljósi á ferlið. Jón Þór vill þá fá að vita hvenær og með hvaða hætti fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis hefðu verið upplýstir um að til stæði að Pia héldi ræðu á hátíðarþingfundinum. Að endingu spyr Jón Þór: „Með hve miklum fyrirvara er venjan að alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í fréttatilkynningu að hann harmaði það hvernig heimsókn Piu hefði verið notuð til þess að varpa skugga á hátíðarhöldin.Vísir/ValliFyrirspurnina er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni: Fyrirspurn til forseta Alþingis um ávarp Pia Kjærsgaard á hátíðarþingfundi 18. júlí 2018. Frá Jóni Þór Ólafssyni.1. Hver ber ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis?2. Hvenær var forseta danska þingsins formlega boðið að vera með ávarp á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí? Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað? Óskað er afrits af öllum samskiptum milli Alþingis, forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem varpað geta ljósi á þá ákvörðun, undirbúning hennar og framkvæmd.3. Hvenær og með hvaða hætti voru fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis upplýstir um að annars vega stæði til að bjóða Pia Kjærsgaard sem forseta danska þingsins á hátíðarfundinn og hins vegar þegar henni hafði verið boðið? Leit forseti Alþingis svo á að birting tilkynningar á vef Alþingis 20. apríl síðastliðin fullnægði upplýsingaskyldu hans til forsætisnefndar og formanna þingflokka Alþingis? Ef ekki, hvernig þarf þeirri upplýsingagjöf að vera háttað til að vera fullnægjandi þegar fulltrúum erlendra ríkja er boðið í umboði Alþingis? Óskað er eftir afrit af dagskrár funda, dagskrárskjölum og þeim liðum fundargerða funda forsætisnefndar og funda forseta Alþingis með þingflokksformönnum sem varpað getur ljósi í málið.4. Með hve miklum fyrirvara er venjan að Alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af?Greinargerð.Fyrirspurnin er sett fram til að varpa ljósi á það ákvarðanaferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið að vera með ávarp á hátíðisfundi Alþingis á Þingvöllum 18. Júlí 2018 í tilefni af 100 fullveldi Íslands.Spurning í 1. lið snýr að því hver í raun ræður því hverjir koma til Íslands í boði Alþingis.Spurningin í 2. lið er til þess fallin að upplýsa að fullu um það ákvörðunarferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið af forseta Alþingis að vera með ávarpa á hátíðarfundinum á Þingvöllum.Spurningar í 3. lið varða tímanlega og fullnægjandi upplýsingagjöf til forsætisnefndar og þingflokka Alþingis um ákvarðanir forseta Alþingis að bjóða Pia Kjærsgaard sem fulltrúa erlends ríkisins á þingfund Alþingis.Spurningar í 4. lið eru til þess fallnar að fá upplýst fyrir hvaða tíma þingflokkar á Alþingi hefðu þurft að vera formlega upplýstir um heimboð forseta danska þingsins til að koma á framfæri við forseta Alþingis mótmælum sem hefðu geta leitt til þess að hann afturkallaði heimboðið nógu tímanlega til að hægt væri að gera það með sóma.Skriflegt svar óskast. Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. Fyrirspurnin er í fjórum liðum en spurningarnar snúa allar að því ferli ákvarðanatökunnar að fá Piu, forseta danska þjóðþingsins, til þess að ávarpa hátíðarsamkomuna. Jón Þór fer þess á leit við Steingrím að hann svari því hver það sé sem beri ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis. Þá leikur Jóni Þóri hugur á að vita hvenær Piu var formlega boðið. „Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað?“ spyr Jón Þór sem biður jafnframt um afrit af öllum samskiptum á milli Alþingis, forseta Alþingis og Skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem geti varpað ljósi á ferlið. Jón Þór vill þá fá að vita hvenær og með hvaða hætti fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis hefðu verið upplýstir um að til stæði að Pia héldi ræðu á hátíðarþingfundinum. Að endingu spyr Jón Þór: „Með hve miklum fyrirvara er venjan að alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í fréttatilkynningu að hann harmaði það hvernig heimsókn Piu hefði verið notuð til þess að varpa skugga á hátíðarhöldin.Vísir/ValliFyrirspurnina er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni: Fyrirspurn til forseta Alþingis um ávarp Pia Kjærsgaard á hátíðarþingfundi 18. júlí 2018. Frá Jóni Þór Ólafssyni.1. Hver ber ábyrgð á þeim hluta alþjóðastarfs Alþingis að bjóða fulltrúum erlendra ríkja til Íslands fyrir hönd Alþingis?2. Hvenær var forseta danska þingsins formlega boðið að vera með ávarp á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí? Hver tók þá ákvörðun og hvenær, og hvernig var ákvarðanaferlinu háttað? Óskað er afrits af öllum samskiptum milli Alþingis, forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis við danska þingið, ásamt öðrum upplýsingum sem varpað geta ljósi á þá ákvörðun, undirbúning hennar og framkvæmd.3. Hvenær og með hvaða hætti voru fulltrúar í forsætisnefnd og formenn þingflokka Alþingis upplýstir um að annars vega stæði til að bjóða Pia Kjærsgaard sem forseta danska þingsins á hátíðarfundinn og hins vegar þegar henni hafði verið boðið? Leit forseti Alþingis svo á að birting tilkynningar á vef Alþingis 20. apríl síðastliðin fullnægði upplýsingaskyldu hans til forsætisnefndar og formanna þingflokka Alþingis? Ef ekki, hvernig þarf þeirri upplýsingagjöf að vera háttað til að vera fullnægjandi þegar fulltrúum erlendra ríkja er boðið í umboði Alþingis? Óskað er eftir afrit af dagskrár funda, dagskrárskjölum og þeim liðum fundargerða funda forsætisnefndar og funda forseta Alþingis með þingflokksformönnum sem varpað getur ljósi í málið.4. Með hve miklum fyrirvara er venjan að Alþingi afturkalli boð fulltrúa erlendra ríkja til Íslands og hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum, og þá með hve miklum fyrirvara svo sómi væri af?Greinargerð.Fyrirspurnin er sett fram til að varpa ljósi á það ákvarðanaferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið að vera með ávarp á hátíðisfundi Alþingis á Þingvöllum 18. Júlí 2018 í tilefni af 100 fullveldi Íslands.Spurning í 1. lið snýr að því hver í raun ræður því hverjir koma til Íslands í boði Alþingis.Spurningin í 2. lið er til þess fallin að upplýsa að fullu um það ákvörðunarferli sem leiddi til þess að Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins var boðið af forseta Alþingis að vera með ávarpa á hátíðarfundinum á Þingvöllum.Spurningar í 3. lið varða tímanlega og fullnægjandi upplýsingagjöf til forsætisnefndar og þingflokka Alþingis um ákvarðanir forseta Alþingis að bjóða Pia Kjærsgaard sem fulltrúa erlends ríkisins á þingfund Alþingis.Spurningar í 4. lið eru til þess fallnar að fá upplýst fyrir hvaða tíma þingflokkar á Alþingi hefðu þurft að vera formlega upplýstir um heimboð forseta danska þingsins til að koma á framfæri við forseta Alþingis mótmælum sem hefðu geta leitt til þess að hann afturkallaði heimboðið nógu tímanlega til að hægt væri að gera það með sóma.Skriflegt svar óskast.
Alþingi Tengdar fréttir Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53 Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Sjá meira
Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. 18. júlí 2018 15:53
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44