Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 14:17 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“ Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“
Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29