Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2018 23:10 Eiríkur Finnur Greipsson er í Alicante. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09