Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 14:45 Birgir Örn Guðjónsson er ekki sáttur við Primera Air. Vísir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina. Hann hefur stofnað hóp á Facebook þar sem farþegar Primera Air geta stillt saman strengi til þess að sækja bætur til flugfélagsins vegna tafa helgarinnar. Birgir Örn og fjölskylda hans áttu bókað flug frá Tenerife klukkan 13 á laugardaginn. Brottför var hins vegar seinkað til miðnættis.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Einnig voru sagðar fréttir af því að farþegar flugfélagsins hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Flugfélagið hefur harmað þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina en rekja má tafirnar til þess að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina,“ líkt og sagði í tilkynningu frá flugfélaginu.Fjölmargir farþegar urðu strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina.VísirAllt lokað nema lítil kaffitería og mikið stress á áhöfninni Birgir lýsir upplifun sinni af töfunum í pistli á Facebook-síðu hans. Var hann sem áður segir á ferð með fjölskyldu sinni og var áætluð heimför á laugardaginn. Kvöldið áður fóru hins vegar að berast SMS-skilaboð um að seinkun yrði á fluginu. Á brottfarardaginn sjálfan var svo tilkynnt að brottför ætti að vera á miðnætti, átta tímum eftir áætlun.Segir hann að við innritun hafi allir farþegar fengið ávísum upp á 20 evrur, um 2.500 krónur til þess að kaupa sér mat en það hefði ekki nýst sem skyldi þar sem allt hafi verið lokað á flugvellinum að undanskilinni lítilli kaffiteríu sem lokað hafi fljótlega eftir að allir hafi verið komnir á flugvöllinn.Greinir hann frá því að eftir innritun hafi töluverð óvissa skapast á meðal farþega þegar þeir fengu þær upplýsingar í gegnum internetið að fluginu hafi verið aflýst. Svo reyndist þó ekki vera en svo virðist sem að áhöfn hafi verið í tímaþröng og því voru farþegarnir beðnir um að flýta sér í sætin svo hægt væri að taka á loft sem fyrst.„Fólki var nokkuð létt þegar vélin lenti svo loksins rétt fyrir miðnætti. Það var byrjað að hleypa um borð nánast um leið og síðasti farþeginn fór frá borði og það var greinilega mikið stress á aumingja flugáhöfninni,“ skrifar Birgir Örn sem vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar.„Samkeppni á þessum markaði er okkur samt öllum til góðs og því vona ég að þetta blessaða flugfélag hysji upp um sig buxurnar og átti sig á því að það er til fyrir farþegana en ekki öfugt. Ef ekki þá hvet ég íslenskar ferðaskrifstofur til að færa viðskipti sín annað,“ skrifar Birgir Örn.Facebook-hópur fyrir farþega Primera Air Lýkur hann skrifum sínum með því að benda á að farþegar eigi líklega rétt á bótum vegna tafanna og að hægt sé að sækja þessar bætur. Bendir hann á að til séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að aðstoða farþega sem hafi lent í slíku, gegn þóknun. Ómar Valdimarsson lögmaður heldur utan um síðuna Flugbætur þar sem fólk getur fengið aðstoð við að sækja sér bætur, gegn 25 prósenta þóknun auk virðisaukaskatts að sögn Birgis. Að hans mati sé þó óþarfi að nýta sér þjónustu þeirra. Hefur hann því stofnað Facebook-hóp þar sem farþegar geta safnast saman og unnið að því að sækja bæturnar.„Þetta getur samt eðlilega vafist fyrir einhverjum og því ætla ég að henda í loftið fésbókarsíðu þar sem við getum rætt þessi mál og hjálpast að við að ganga frá þessu,“ skrifar Biggi enumræddan hóp má nálgast hér, auk þess sem að lesa má pistil Birgis Arnar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina. Hann hefur stofnað hóp á Facebook þar sem farþegar Primera Air geta stillt saman strengi til þess að sækja bætur til flugfélagsins vegna tafa helgarinnar. Birgir Örn og fjölskylda hans áttu bókað flug frá Tenerife klukkan 13 á laugardaginn. Brottför var hins vegar seinkað til miðnættis.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Einnig voru sagðar fréttir af því að farþegar flugfélagsins hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Flugfélagið hefur harmað þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina en rekja má tafirnar til þess að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina,“ líkt og sagði í tilkynningu frá flugfélaginu.Fjölmargir farþegar urðu strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina.VísirAllt lokað nema lítil kaffitería og mikið stress á áhöfninni Birgir lýsir upplifun sinni af töfunum í pistli á Facebook-síðu hans. Var hann sem áður segir á ferð með fjölskyldu sinni og var áætluð heimför á laugardaginn. Kvöldið áður fóru hins vegar að berast SMS-skilaboð um að seinkun yrði á fluginu. Á brottfarardaginn sjálfan var svo tilkynnt að brottför ætti að vera á miðnætti, átta tímum eftir áætlun.Segir hann að við innritun hafi allir farþegar fengið ávísum upp á 20 evrur, um 2.500 krónur til þess að kaupa sér mat en það hefði ekki nýst sem skyldi þar sem allt hafi verið lokað á flugvellinum að undanskilinni lítilli kaffiteríu sem lokað hafi fljótlega eftir að allir hafi verið komnir á flugvöllinn.Greinir hann frá því að eftir innritun hafi töluverð óvissa skapast á meðal farþega þegar þeir fengu þær upplýsingar í gegnum internetið að fluginu hafi verið aflýst. Svo reyndist þó ekki vera en svo virðist sem að áhöfn hafi verið í tímaþröng og því voru farþegarnir beðnir um að flýta sér í sætin svo hægt væri að taka á loft sem fyrst.„Fólki var nokkuð létt þegar vélin lenti svo loksins rétt fyrir miðnætti. Það var byrjað að hleypa um borð nánast um leið og síðasti farþeginn fór frá borði og það var greinilega mikið stress á aumingja flugáhöfninni,“ skrifar Birgir Örn sem vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar.„Samkeppni á þessum markaði er okkur samt öllum til góðs og því vona ég að þetta blessaða flugfélag hysji upp um sig buxurnar og átti sig á því að það er til fyrir farþegana en ekki öfugt. Ef ekki þá hvet ég íslenskar ferðaskrifstofur til að færa viðskipti sín annað,“ skrifar Birgir Örn.Facebook-hópur fyrir farþega Primera Air Lýkur hann skrifum sínum með því að benda á að farþegar eigi líklega rétt á bótum vegna tafanna og að hægt sé að sækja þessar bætur. Bendir hann á að til séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að aðstoða farþega sem hafi lent í slíku, gegn þóknun. Ómar Valdimarsson lögmaður heldur utan um síðuna Flugbætur þar sem fólk getur fengið aðstoð við að sækja sér bætur, gegn 25 prósenta þóknun auk virðisaukaskatts að sögn Birgis. Að hans mati sé þó óþarfi að nýta sér þjónustu þeirra. Hefur hann því stofnað Facebook-hóp þar sem farþegar geta safnast saman og unnið að því að sækja bæturnar.„Þetta getur samt eðlilega vafist fyrir einhverjum og því ætla ég að henda í loftið fésbókarsíðu þar sem við getum rætt þessi mál og hjálpast að við að ganga frá þessu,“ skrifar Biggi enumræddan hóp má nálgast hér, auk þess sem að lesa má pistil Birgis Arnar í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10
Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54