Íslendingur lést á flótta undan lögreglu í Taílandi Bergþór Másson skrifar 2. júlí 2018 17:46 Taílenskt ökuskírteini Davíðs. ViralPress Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira