Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2018 21:15 Þau Unnur Unnsteinsdóttir og Sigurður Donys Sigurðsson í göngutúr í blíðunni á Vopnafirði ásamt börnunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira