Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2018 21:15 Þau Unnur Unnsteinsdóttir og Sigurður Donys Sigurðsson í göngutúr í blíðunni á Vopnafirði ásamt börnunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira