Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk hóflega launahækkun að mati bankaráðsins. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00