Guðbjörg Matthíasdóttir greiddi sér 3,2 milljarða í arð úr félagi sínu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Guðbjörg M. Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ á sínum tíma. VISIR/ANTON ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00