Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:31 Myndin sýnir þegar björgunarlið fór inn í hellinn þar sem drengirnir og þjálfari þeirra fundust. vísir/ap Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig. Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig.
Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23
Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35