Mikil reiði í garð bandarískrar konu sem drap sjaldgæfan gíraffa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:49 Ein af myndunum sem Talley birti af sér á Facebook og er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. twitter Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni. Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni.
Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01
Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00
Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21