Ekki fallist áframhaldandi á farbann yfir manni sem er eftirlýstur í Póllandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 23:00 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira