ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 22:30 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira