ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 22:30 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira