Varnarmálaráðuneytið pólska lýsir flugmanninum sem reynslumiklum með rúmlega átta hundruð flugtíma að baki. Slysið varð í nótt nærri bænum Paslek í norðurhluta landsins.
Pólski flugherinn býr yfir 48 bandarískum F-16 herþotum og 32 rússneskum Mig-29 þotum. Fjöldi Mig-29 þotanna eru þó sagðar úr sér gengnar vegna skorts á varahlutum.