Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 10:15 Sérfræðingar óttast að viðskiptastríðið stigmagnist. Trump hefur þegar hótað frekari tollum, mögulega á allan innflutning kínverskra vara. Vísir/EPA Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Kínverjar brugðust við með því að leggja strax á samsvarandi tolla á bandarískar vörur og saka Bandaríkjastjórn um að koma af stað „umfangsmesta viðskiptastríði“ allra tíma.Reuters-fréttastofan segir að tollar ríkjanna hafi verið lagðir á vörur hvors annars að andvirði 34 milljarða dollara hvors. Vörurnar bera nú 25% toll. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því jafnframt í gær að hann gæti lagt enn frekari tolla á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld saka Trump-stjórnina um að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Trump hefur sakað kínversk stjórnvöld um að stela bandarískum hugverkum og kennt þeim um viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína. „Til þess að verja kjarnahagsmuni landsins og hagsmuni þjóðarinnar neyddumst við til þess að svara í sömu mynt,“ sagði viðskiptaráðuneyti Kína í yfirlýsingu. Tollar Kínverjar beinast meðal annars að sojabaunum, korni, svínakjöti og fuglakjöti sem eru mikilvægar atvinnugreinar í miðhluta Bandaríkjanna þangað sem Trump sækir mikið til sinn stuðning, að sögn Washington Post. Sérfræðingar óttast að kínversk stjórnvöld gætu einnig brugðist við tollunum með því að setja vörur bandarískar vörur í sóttkví handahófskennt og herða tollaeftirlit til að gera innflutning bandarískra vara erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14