Upptaka úr bílamyndavél réði úrslitum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:24 Myndavélar sem þessi geta skipt sköpum við rannsókn lögreglumála. Vísir/getty Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni. Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13
Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30