Suður-kóreskar konur hafa fengið nóg Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2018 18:01 Suður-kóreskar konur hópuðust saman á götum Seúl í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017. Erlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017.
Erlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira