Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 17:27 Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45