Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 22:15 Björgunarmenn hafa fengið hvíld áður en haldið verður áfram. Vísir/Getty Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27