Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 10:33 Sólarinnar notið í Laugardalslaug. vísir/gva Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Sjá meira
Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Sjá meira
Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent