Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Maður grípur um fréttakonu í beinni útsendingu frá Rússlandi á dögunum DW/Skjáskot Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli. HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli.
HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira