Frelsi fyrir þig Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í liðnum borgarstjórnarkosningum fengu kjósendur valið. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu hlutu 62% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni. Gamla meirihlutanum var hafnað. Kjósendur völdu breytingar. Það vakti því undrun þegar myndaður var meirihluti um óbreytta stefnu. Meirihluti sem hefur að baki færri atkvæði en þeir flokkar sem eftir standa í stjórnarandstöðu. Gamli meirihlutinn hlaut viðreisn frá Viðreisn. Hvað sem stjórnarmyndun líður er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn í borginni. Hlutverk okkar í sterkri stjórnarandstöðu verður ærið. Við munum veita meirihlutanum virkt málefnalegt aðhald og sofum sannarlega ekki á verðinum. Ábyrg fjármálastjórn, traust grunnþjónusta og frjálslynd gildi verða í forgrunni. Við leggjum áherslu á niðurgreiðslu skulda í tekjugóðæri. Við teljum ótímabært að ráðast í stórtækar fjárfestingar sem kalla á stóraukna skuldsetningu. Við munum leggja fram marktækar leiðir til skuldaniðurgreiðslu. Við viljum minnka báknið, einfalda stjórnkerfið og lækka álögur á íbúa. Við vitum að traustur fjárhagur er grunnur að góðri þjónustu. Við leggjum áherslu á lausn leikskólavandans. Það er mikilvægt jafnréttismál sem skiptir sköpum fyrir bæði fjölskyldur og atvinnulíf. Enn vantar 200 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólaplássum er úthlutað með fyrirvara um mannaráðningar. Fyrirséður er áframhaldandi stórtækur vandi næsta haust. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Undir þessu verður ekki setið. Við munum þrýsta á mælanleg markmið í húsnæðismálum, aukið lóðaframboð og stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við viljum tryggja að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Hvort heldur sem er – í stjórnarandstöðu eða meirihluta – stendur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fyrir frelsi og val. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum banna minna og leyfa meira. Borg sem skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Greiðar og vistvænar samgöngur. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Frelsi fyrir alla – frelsi fyrir þig.Höfundur er borgarfulltrúi
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar