Svekktir Sjallar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar