Viðskipti innlent

Sigmar segir sigurinn í dómsmálinu gegn Skúla vera súrsætan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir.
Sigmar Vilhjálmsson bar málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm
Sigmar Vilhjálmsson og félag hans Sjarmur og Garmur ehf. unnu í dag sigur í dómsmáli gegn Skúla Gunnari Skúlasyni og félaginu Stemmu, sem er í meirihlutaeigu Skúla.

Þetta staðfestir Sigmar í samtali við Vísi en dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Krafðist Sigmar þess að ógild yrði ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur. Taldi Sigmar verðið á lóðunum of lágt.

Sjá einnig: „Ég hef eng­an áhuga á því að taka þátt í frek­ari viðskipt­um við Sigmar Vilhjálmsson“

Fallist var á kröfu Sigmars og Var ákvörðun hluthafafundarins því ógild í Héraðsdómi. Sigmar er ánægður með sigurinn en segir hann vera áfangasigur, enda geri hann fastlega ráð fyrir því að dóminum verði áfrýjað. Þá segir hann sigurtilfinninguna vera súrsæta.

„Það er voða leiðinlegt að þurfa að ganga svona langt með mál sem hefði getað verið leyst friðsamlega fyrir þremur árum án nokkurra vandkvæða. Það er leiðinlegt að þurfa að sækja málið svona langt og draga fyrrverandi viðskiptafélaga og vin í gegnum þetta til þess að fá úr þessu skorið. Þetta er súrsæt tilfinning,“ segir Sigmar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×