Sögulegur leikur fór fram í íslensku bálviðri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á innfelldu myndinni skalla boltann í netið gegn Nígeríu fyrir 27 árum. Fréttablaðið/Anton Brink „Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37