Sögulegur leikur fór fram í íslensku bálviðri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á innfelldu myndinni skalla boltann í netið gegn Nígeríu fyrir 27 árum. Fréttablaðið/Anton Brink „Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37