Með lýðræðið fara þeir sem valdið hafa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. júní 2018 10:40 Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun