Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:02 Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Vísir/Getty Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01
Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21