ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 09:14 Trump amast við tollum sem ESB leggur á bandaríska bíla og vill svara með verndartollum. Vísir/EPA Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira