Sönn verðmæti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:00 Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun