Sögðust vera íslenskir landsliðsmenn Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 09:00 Frá vinstri: Magnús SIgurbjörnsson, Davíð Teitsson og Jón Júlíus Karlsson í banastuði í Gdansk. Bíllinn á myndinni kom ekki við sögu á sólarhringsferðalagi þeirra til Rússlands. Magnús Sigurbjörnsson Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira