Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira