Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 10:30 Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira