Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2018 14:30 Ásgeir Karl sést hér til vinstri á vökudeild Landspítalans. Til hægri má sjá Ásgeir Karl ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Arndísi og Andra Frey. Mynd/Samsett Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Sonur þeirra, sem var hætt kominn við fæðingu, var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Guðrún var sjálf afar illa á sig komin eftir fæðinguna en henni var flogið til höfuðborgarinnar síðar sama dag og lögð inn á sængurlegudeild Landspítalans. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar hafa einkennt leguna á deildinni. Facebook-færsla, þar sem Andri segir frá upplifun fjölskyldunnar af viðverunni og lýsir henni í smáatriðum, hefur vakið töluverða athygli í vikunni.Erfið fæðing og neyðarteymi kallað til Sonur Andra og Guðrúnar, Ásgeir Karl, kom í heiminn aðfaranótt 29. maí síðastliðinn. Fæðingin gekk erfiðlega, lengi hafði verið reynt að fæða á eðlilegan máta sem tókst ekki. Loks var kallaður til fæðingarlæknir og þá kom í ljós að um var að ræða svokallaða axlarklemmu, alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barns klemmist upp að lífbeini móðurinnar og situr barnið því fast. „Það var kallað saman neyðarteymi á SAK og þeir tóku ákvörðun um að heyra í læknum á barnaspítalanum sem endaði á því að þeir komu með sjúkraflugi til Akureyrar um sex um morguninn. Þá var tekin ákvörðun um að fara með strákinn suður og ég fór með þeirri vél, þar sem Guðrún kærastan mín var það slöpp að henni var ekki treyst til að ferðast,“ segir Andri í samtali við Vísi.Guðrún Arndís og Ásgeir Karl.Mynd/Úr einkasafniÞegar á Landspítalann var komið var farið með drenginn beint upp á vökudeild. Þar var hann settur í kælingu til að koma í veg fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts við fæðingu og sat Andri hjá honum þangað til Guðrún var orðin nógu hress til að fljúga til Reykjavíkur. Þangað kom hún skömmu eftir hádegi sama dag og fékk þá inni á sængurlegudeild Landspítalans.Í kælingu í þrjá daga Andri segir viðtökurnar á sængurlegudeildinni hafa verið ágætar fyrst um sinn. Hjúkrunarfræðingur á vakt hafi útvegað þeim fínt herbergi á deildinni og þá hafi ekkert bent til annars en að allt væri í lagi. Fyrsta deginum á spítalanum var varið uppi á vökudeild hjá Ásgeiri, sem haldið var í kælingu í þrjá daga að sögn Andra. Þegar Andri og Guðrún komu niður í herbergi sitt eftir fyrsta daginn á vökudeild með syni sínum tók á móti þeim hjúkrunarfræðingur sem sýndi Guðrúnu hvernig hún ætti að mjólka sig. Guðrúnu hafi svo verið sagt að kalla eftir aðstoð þegar hún væri búin að mjólka og hjúkrunarfræðingurinn myndi þá sækja mjólkina og fara með hana upp á vökudeild til Ásgeirs. Hroki og leiðindi Eftir þessu fóru Andri og Guðrún en annar hjúkrunarfræðingur hafi komið að vitja þeirra þegar þau ýttu á aðstoðarhnappinn inni á herberginu. „Þá beið okkar bara hroki og leiðindi. Það var allt ómögulegt sem við vorum að gera í sambandi við mjólkina og hún eiginlega gerði bara grín að okkur,“ segir Andri. „Svo tók hún illa í að fara með mjólkina upp á deild og ýjaði að því að það ætti að vera í verkahring feðranna. Þetta var svona fyrsta viðvörunarmerkið.“Drengurinn var í kælingu á vökudeild í þrjá daga.Mynd/Úr einkasafniHvorki athugað með blóðþrýsting né lífsmörk Þá lýsir Andri miklu skeytingarleysi af hálfu starfsfólks í þeirra garð. Guðrúnu, sem átti að baki afar erfiða fæðingu, hafi nær ekkert verið sinnt er hún lá á sængurlegudeild. Á sama tíma voru batahorfur nýfædds sonarins þrungnar mikilli óvissu og andleg líðan foreldranna eftir því. „Þarna var strákurinn í kælingu og það var búið að segja við okkur að við myndum ekki vita neitt fyrr en eftir þrjá sólahringa. Eftir tvo daga þá er enn ekki búið að gefa Guðrúnu lyf eða tékka á blóðþrýstingi eða lífsmörkum. Við vorum hundsuð út í eitt,“ segir Andri. Á þessum tímapunkti komst Guðrún ferða sinna í hjólastól en hún var of veikburða til að geta gengið. Andri segir þau hafa fengið sérstakt leyfi frá hjúkrunarfræðingi á sængurlegudeild til að fara styttri leið upp á vökudeild til sonar síns. „Þegar við vorum búin að fá að fara þarna á milli, á morgnana og kvöldin, þá beið okkar í eitt skipti kona sem alveg bilaðist við okkur. Sagði að við mættum ekki vera að labba þessa leið á milli. Við vorum svo þreytt þannig að við nenntum ekki að þræta neitt og fórum eftir reglunum.“ Leið eins og þau væru bara fyrir Þegar komið var fram á þriðja dag á sængurlegudeild, og jafnframt síðasta dag Ásgeirs í kælingu á vökudeild, hringdi ljósmóðirin sem tók á móti drengnum á Akureyri. Hún spurði út í almenna líðan Guðrúnar og innti þau auk þess eftir því hvernig saumar, sem sauma þurfti eftir fæðinguna, hafi gróið. „Og þá segjum við bara að það sé ekkert búið að skoða hana. Þá verður ljósmóðirin svolítið reið og skilur ekkert hvað er í gangi. Við áttuðum okkur á því að þetta væri ekki alveg eðlilegt, við vorum ekkert að pæla í þessu,“ segir Andri, enda um fyrsta barn parsins að ræða, og eftir sem áður hafi öll aðstoð verið af skornum skammti. „Bæði ég og mamma hennar vorum að athuga með sýkingarhættu og leita okkur sjálf upplýsinga um það sem var að. Við vorum í raun bara að fá leiðbeiningar frá ljósmóður fyrir norðan um hverju við ættum að leita eftir. Ef við spurðum um eitthvað þá leið okkur eins og við værum bara fyrir. Allt viðhorfið var einhvern veginn þannig að við ættum að gera þetta bara sjálf.“ Sagt að þau væru útskrifuð en fengu ekki staðfestingu Þennan sama dag var þeim svo tilkynnt um að útskrifa þyrfti Guðrúnu af sængurlegudeild, að sögn Andra, en allt að tveggja vikna biðlisti var eftir íbúð á vegum spítalans. Andri segir einn hjúkrunarfræðing á deildinni hafa sýnt þeim skilning og fært þau í annað herbergi. „Þegar þar er komið vantar okkur brjóstapumpu því við erum að verða of sein að koma mjólkinni til stráksins.“ Þau hafi því kallað eftir aðstoð. „Ljósmóðirin sem kemur þá er svo hissa, hún skilur ekki af hverju við erum að dingla þessari bjöllu en það var ekki búið að láta okkur vita af neinu. Svo fer hún og segist ætla að athuga málið með þessa brjóstapumpu. Hún hverfur en fór þá semsagt heim af vaktinni og lét engan vita af okkur. Þannig að við biðum og biðum, í þeirri von að hún væri að leita að pumpunni.“Fjölskyldan er komin aftur heim til Akureyrar eftir dvölina á Landspítalanum.Mynd/AðsendAndri segir þau því hafa kallað aftur eftir aðstoð og þá hafi annar hjúkrunarfræðingur vitjað þeirra. Sá hafi ekki tekið vel í veru þeirra á deildinni. „Hún segir við okkur að við eigum ekki að vera að dingla bjöllunni. Við ættum ekki að fá aðstoð þar sem Guðrún væri í raun útskrifuð,“ segir Andri en fullyrðir um leið að þau hafi ekki fengið neina staðfestingu þess efnis. Þessi tiltekni hjúkrunarfræðingur hafi auk þess sérstaklega tekið fram að þau mættu ekki nýta sér aðstöðu á kaffistofu sem var við hliðina á herberginu. „Tengdamamma mín gekk á eina hjúkkuna sem kom til okkar, bara upp á það að reyna að fá útskriftarpappíra, af því að það var búið að segja við okkur að við værum útskrifuð. Þá fékk hún svo ótrúlega litlar upplýsingar frá henni af því að hún [hjúkrunarfræðingurinn] sagði við hana að þau vissu ekki neitt um okkur. Það var bara talað í hringi einhvern veginn.“Greindist með sýkingu Sonur Andra og Guðrúnar greindist með bakteríusýkingu eftir nokkurra daga legu á vökudeild. Andri segir bakteríuna ekki skaðlega heilbrigðum einstaklingum en nýburar, sérstaklega þeir sem eru veikir, séu viðkvæmir fyrir henni. Við sýkinguna hafi ákveðnir verkferlar verið virkjaðir og allir sem komu að aðhlynningu sonarins hafi þurft að klæða sig í hlífðarföt. Andri segir hjúkrunarfræðingana á sængurlegudeild hafa nýtt sér sýkinguna til að þurfa ekki að vitja þeirra. „Við vissum ekki neitt. Þetta er okkar fyrsta barn og Guðrún náttúrulega alveg ónýt í skrokknum. Þetta tók rosalega á, bæði andlega og líkamlega. Við fengum engar upplýsingar.“Andri tekur þó fram að viðtökur starfsfólks á vökudeild, þar sem sonur þeirra Guðrúnar lá í rúmar tvær vikur, hafi alltaf verið mjög góðar.Mynd/AðsendViðmótið til fyrirmyndar á vökudeild Andri segist hafa rætt við marga í sínu nærumhverfi sem hafa svipaða reynslu af sængurlegudeild, jafnvel mörg ár aftur í tímann. Þá hafi hann fengið skilaboð frá ókunnugri konu, eftir að hann birti Facebook-færsluna, sem bar deildinni svipaða söguna. Hann tekur þó fram að viðtökur starfsfólks á vökudeild, þar sem sonur þeirra Guðrúnar lá í rúmar tvær vikur, hafi alltaf verið mjög góðar. Þar hafi þeim t.d. verið boðið að tala við prest, sem ekki var gert á sængurlegudeild, og þá hafi þau einnig fengið að gista eina nótt í herbergi á vökudeild áður en þau fengu inni í íbúð frændfólks síns í Reykjavík. Báru fyrir sig annríki Aðspurður segist Andri ekki hafa leitað sjálfur svara hjá stjórnendum spítalans vegna þjónustunnar á sængurlegudeild. Frænka hans, sem starfar á Landspítalanum, hafi hins vegar haft samband við bæði starfsmannastjóra og forstjóra spítalans á meðan þau lágu enn inni á deildinni. „Þau svör sem hún fékk þá var að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að koma og tala við okkur,“ segir Andri en gefur ekki mikið fyrir þær útskýringar þar sem kaffistofan hafi nær alltaf verið full af starfsfólki auk þess sem fáar konur hafi legið á deildinni með Guðrúnu. „Hann [forstjóri Landspítalans] gat ekki svarað neinu nema þessu, að það hafi verið mikið að gera og að drengurinn hafi greinst með einhverja bakteríu og þær hafi ekki þorað niður til okkar vegna hennar. Okkur hefur ekki verið gefin nein skýring á þessu.“Facebook-færslu Andra má sjá í heild hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Sonur þeirra, sem var hætt kominn við fæðingu, var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Guðrún var sjálf afar illa á sig komin eftir fæðinguna en henni var flogið til höfuðborgarinnar síðar sama dag og lögð inn á sængurlegudeild Landspítalans. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar hafa einkennt leguna á deildinni. Facebook-færsla, þar sem Andri segir frá upplifun fjölskyldunnar af viðverunni og lýsir henni í smáatriðum, hefur vakið töluverða athygli í vikunni.Erfið fæðing og neyðarteymi kallað til Sonur Andra og Guðrúnar, Ásgeir Karl, kom í heiminn aðfaranótt 29. maí síðastliðinn. Fæðingin gekk erfiðlega, lengi hafði verið reynt að fæða á eðlilegan máta sem tókst ekki. Loks var kallaður til fæðingarlæknir og þá kom í ljós að um var að ræða svokallaða axlarklemmu, alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barns klemmist upp að lífbeini móðurinnar og situr barnið því fast. „Það var kallað saman neyðarteymi á SAK og þeir tóku ákvörðun um að heyra í læknum á barnaspítalanum sem endaði á því að þeir komu með sjúkraflugi til Akureyrar um sex um morguninn. Þá var tekin ákvörðun um að fara með strákinn suður og ég fór með þeirri vél, þar sem Guðrún kærastan mín var það slöpp að henni var ekki treyst til að ferðast,“ segir Andri í samtali við Vísi.Guðrún Arndís og Ásgeir Karl.Mynd/Úr einkasafniÞegar á Landspítalann var komið var farið með drenginn beint upp á vökudeild. Þar var hann settur í kælingu til að koma í veg fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts við fæðingu og sat Andri hjá honum þangað til Guðrún var orðin nógu hress til að fljúga til Reykjavíkur. Þangað kom hún skömmu eftir hádegi sama dag og fékk þá inni á sængurlegudeild Landspítalans.Í kælingu í þrjá daga Andri segir viðtökurnar á sængurlegudeildinni hafa verið ágætar fyrst um sinn. Hjúkrunarfræðingur á vakt hafi útvegað þeim fínt herbergi á deildinni og þá hafi ekkert bent til annars en að allt væri í lagi. Fyrsta deginum á spítalanum var varið uppi á vökudeild hjá Ásgeiri, sem haldið var í kælingu í þrjá daga að sögn Andra. Þegar Andri og Guðrún komu niður í herbergi sitt eftir fyrsta daginn á vökudeild með syni sínum tók á móti þeim hjúkrunarfræðingur sem sýndi Guðrúnu hvernig hún ætti að mjólka sig. Guðrúnu hafi svo verið sagt að kalla eftir aðstoð þegar hún væri búin að mjólka og hjúkrunarfræðingurinn myndi þá sækja mjólkina og fara með hana upp á vökudeild til Ásgeirs. Hroki og leiðindi Eftir þessu fóru Andri og Guðrún en annar hjúkrunarfræðingur hafi komið að vitja þeirra þegar þau ýttu á aðstoðarhnappinn inni á herberginu. „Þá beið okkar bara hroki og leiðindi. Það var allt ómögulegt sem við vorum að gera í sambandi við mjólkina og hún eiginlega gerði bara grín að okkur,“ segir Andri. „Svo tók hún illa í að fara með mjólkina upp á deild og ýjaði að því að það ætti að vera í verkahring feðranna. Þetta var svona fyrsta viðvörunarmerkið.“Drengurinn var í kælingu á vökudeild í þrjá daga.Mynd/Úr einkasafniHvorki athugað með blóðþrýsting né lífsmörk Þá lýsir Andri miklu skeytingarleysi af hálfu starfsfólks í þeirra garð. Guðrúnu, sem átti að baki afar erfiða fæðingu, hafi nær ekkert verið sinnt er hún lá á sængurlegudeild. Á sama tíma voru batahorfur nýfædds sonarins þrungnar mikilli óvissu og andleg líðan foreldranna eftir því. „Þarna var strákurinn í kælingu og það var búið að segja við okkur að við myndum ekki vita neitt fyrr en eftir þrjá sólahringa. Eftir tvo daga þá er enn ekki búið að gefa Guðrúnu lyf eða tékka á blóðþrýstingi eða lífsmörkum. Við vorum hundsuð út í eitt,“ segir Andri. Á þessum tímapunkti komst Guðrún ferða sinna í hjólastól en hún var of veikburða til að geta gengið. Andri segir þau hafa fengið sérstakt leyfi frá hjúkrunarfræðingi á sængurlegudeild til að fara styttri leið upp á vökudeild til sonar síns. „Þegar við vorum búin að fá að fara þarna á milli, á morgnana og kvöldin, þá beið okkar í eitt skipti kona sem alveg bilaðist við okkur. Sagði að við mættum ekki vera að labba þessa leið á milli. Við vorum svo þreytt þannig að við nenntum ekki að þræta neitt og fórum eftir reglunum.“ Leið eins og þau væru bara fyrir Þegar komið var fram á þriðja dag á sængurlegudeild, og jafnframt síðasta dag Ásgeirs í kælingu á vökudeild, hringdi ljósmóðirin sem tók á móti drengnum á Akureyri. Hún spurði út í almenna líðan Guðrúnar og innti þau auk þess eftir því hvernig saumar, sem sauma þurfti eftir fæðinguna, hafi gróið. „Og þá segjum við bara að það sé ekkert búið að skoða hana. Þá verður ljósmóðirin svolítið reið og skilur ekkert hvað er í gangi. Við áttuðum okkur á því að þetta væri ekki alveg eðlilegt, við vorum ekkert að pæla í þessu,“ segir Andri, enda um fyrsta barn parsins að ræða, og eftir sem áður hafi öll aðstoð verið af skornum skammti. „Bæði ég og mamma hennar vorum að athuga með sýkingarhættu og leita okkur sjálf upplýsinga um það sem var að. Við vorum í raun bara að fá leiðbeiningar frá ljósmóður fyrir norðan um hverju við ættum að leita eftir. Ef við spurðum um eitthvað þá leið okkur eins og við værum bara fyrir. Allt viðhorfið var einhvern veginn þannig að við ættum að gera þetta bara sjálf.“ Sagt að þau væru útskrifuð en fengu ekki staðfestingu Þennan sama dag var þeim svo tilkynnt um að útskrifa þyrfti Guðrúnu af sængurlegudeild, að sögn Andra, en allt að tveggja vikna biðlisti var eftir íbúð á vegum spítalans. Andri segir einn hjúkrunarfræðing á deildinni hafa sýnt þeim skilning og fært þau í annað herbergi. „Þegar þar er komið vantar okkur brjóstapumpu því við erum að verða of sein að koma mjólkinni til stráksins.“ Þau hafi því kallað eftir aðstoð. „Ljósmóðirin sem kemur þá er svo hissa, hún skilur ekki af hverju við erum að dingla þessari bjöllu en það var ekki búið að láta okkur vita af neinu. Svo fer hún og segist ætla að athuga málið með þessa brjóstapumpu. Hún hverfur en fór þá semsagt heim af vaktinni og lét engan vita af okkur. Þannig að við biðum og biðum, í þeirri von að hún væri að leita að pumpunni.“Fjölskyldan er komin aftur heim til Akureyrar eftir dvölina á Landspítalanum.Mynd/AðsendAndri segir þau því hafa kallað aftur eftir aðstoð og þá hafi annar hjúkrunarfræðingur vitjað þeirra. Sá hafi ekki tekið vel í veru þeirra á deildinni. „Hún segir við okkur að við eigum ekki að vera að dingla bjöllunni. Við ættum ekki að fá aðstoð þar sem Guðrún væri í raun útskrifuð,“ segir Andri en fullyrðir um leið að þau hafi ekki fengið neina staðfestingu þess efnis. Þessi tiltekni hjúkrunarfræðingur hafi auk þess sérstaklega tekið fram að þau mættu ekki nýta sér aðstöðu á kaffistofu sem var við hliðina á herberginu. „Tengdamamma mín gekk á eina hjúkkuna sem kom til okkar, bara upp á það að reyna að fá útskriftarpappíra, af því að það var búið að segja við okkur að við værum útskrifuð. Þá fékk hún svo ótrúlega litlar upplýsingar frá henni af því að hún [hjúkrunarfræðingurinn] sagði við hana að þau vissu ekki neitt um okkur. Það var bara talað í hringi einhvern veginn.“Greindist með sýkingu Sonur Andra og Guðrúnar greindist með bakteríusýkingu eftir nokkurra daga legu á vökudeild. Andri segir bakteríuna ekki skaðlega heilbrigðum einstaklingum en nýburar, sérstaklega þeir sem eru veikir, séu viðkvæmir fyrir henni. Við sýkinguna hafi ákveðnir verkferlar verið virkjaðir og allir sem komu að aðhlynningu sonarins hafi þurft að klæða sig í hlífðarföt. Andri segir hjúkrunarfræðingana á sængurlegudeild hafa nýtt sér sýkinguna til að þurfa ekki að vitja þeirra. „Við vissum ekki neitt. Þetta er okkar fyrsta barn og Guðrún náttúrulega alveg ónýt í skrokknum. Þetta tók rosalega á, bæði andlega og líkamlega. Við fengum engar upplýsingar.“Andri tekur þó fram að viðtökur starfsfólks á vökudeild, þar sem sonur þeirra Guðrúnar lá í rúmar tvær vikur, hafi alltaf verið mjög góðar.Mynd/AðsendViðmótið til fyrirmyndar á vökudeild Andri segist hafa rætt við marga í sínu nærumhverfi sem hafa svipaða reynslu af sængurlegudeild, jafnvel mörg ár aftur í tímann. Þá hafi hann fengið skilaboð frá ókunnugri konu, eftir að hann birti Facebook-færsluna, sem bar deildinni svipaða söguna. Hann tekur þó fram að viðtökur starfsfólks á vökudeild, þar sem sonur þeirra Guðrúnar lá í rúmar tvær vikur, hafi alltaf verið mjög góðar. Þar hafi þeim t.d. verið boðið að tala við prest, sem ekki var gert á sængurlegudeild, og þá hafi þau einnig fengið að gista eina nótt í herbergi á vökudeild áður en þau fengu inni í íbúð frændfólks síns í Reykjavík. Báru fyrir sig annríki Aðspurður segist Andri ekki hafa leitað sjálfur svara hjá stjórnendum spítalans vegna þjónustunnar á sængurlegudeild. Frænka hans, sem starfar á Landspítalanum, hafi hins vegar haft samband við bæði starfsmannastjóra og forstjóra spítalans á meðan þau lágu enn inni á deildinni. „Þau svör sem hún fékk þá var að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að koma og tala við okkur,“ segir Andri en gefur ekki mikið fyrir þær útskýringar þar sem kaffistofan hafi nær alltaf verið full af starfsfólki auk þess sem fáar konur hafi legið á deildinni með Guðrúnu. „Hann [forstjóri Landspítalans] gat ekki svarað neinu nema þessu, að það hafi verið mikið að gera og að drengurinn hafi greinst með einhverja bakteríu og þær hafi ekki þorað niður til okkar vegna hennar. Okkur hefur ekki verið gefin nein skýring á þessu.“Facebook-færslu Andra má sjá í heild hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent