Maðurinn ók bifreið sinni á ofsaferð frá Fáskrúðsfirði á Breiðdalsvík, að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi. Þar setti lögregla upp stöðvunarpóst sem ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki og var henni ekið fram hjá lögreglubifreiðinni og út af veginum.
Bifreiðin var þó á lítilli ferð þegar henni var ekið útaf svo ekki hlutust slys af. Tveir sem voru í bifreiðinni voru handteknir og eru þeir nú í haldi lögreglu, grunaðir um þjófnaðarbrot á nokkrum stöðum á landinu.
Lögreglu grunar að um sé að ræða skipulagða brotastarfssemi.