Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:17 Tollar á innflutta bíla munu að líkindum hækka bílverð í Bandaríkjunum. Þá eru tollar Trump á stál og ál líklegir til að auka kostnaðinn við innlenda framleiðslu. Vísir/EPA Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02
ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01