Bílarnir nánast hurfu af götum borgarinnar þegar leikir Íslands fóru fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 14:25 Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric að loknum leik Íslands og Króatíu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira