Ekki hægt að gefa tæmandi svar við hverjar séu óskráðar reglur og hefðir Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 16:29 Ýmsar reglur, óskráðar sem skráðar gilda á Alþingi. Vísir/Hanna Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04