Margverðlaunaðir lífeyrissjóðir ekki með bestu ávöxtunina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júní 2018 19:00 Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri. Ráðgjafafyrirtækið Verdicta birti nýlega fyrirtækið niðurstöður greiningar á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða þar sem fram kemur að langtímaávöxtun sameignarsjóða síðustu 20 ár er afar misjöfn eða frá um 1% til ríflega 6%. Nú nýlega veitti fyrirtækið Söfnunarsjóði lífeyrissréttinda verðlaun fyrir bestu ávöxtun allra opinna sameignarsjóða hér á landi síðustu 20 ár eða um 5% ávöxtun. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Verdicta þess segir að hófsöm stefna sjóðsins hafi komið afar vel út. „Þeir hafa fyrst og fremst fylgt íhaldsamari fjárfestingarstefnu. Það má segja að agressív stefna með mikilli áhættu sé ekki að koma vel út til lengri tíma. Þó að agressív stefna skili kannski góðum árangri í nokkur ár þá er lífeyrir landsmanna langhlaup og það á ekki að blanda honum í mikla áhættu,“ segir Hallgrímur. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda tekur undir þetta og segir að frekar hafi verið fjárfest í traustum skuldabréfum og á erlendum hlutabréfamarkaði en í innlendum hlutabréfum. Lítið fjárfest á innlendum hlutabréfamarkaði „Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ávallt verið varfærinn lífeyrissjóður og lagt áherslu á öryggi í fjárfestingum. Sjóðurinn hefur alla tíð komið mjög vel út þegar markaðir hafa verið erfiðir og þurfti til að mynda ekki að skerða réttindi eftir hrun. Við höfum lagt áherslu á að kaupa traust og góð skuldabréf sem hafa skilað mjög góðri ávöxtun en aðeins fjárfest að litlu leyti í innlendum hlutabréfum. Okkur finnst innlendi hlutabréfamarkaðurinn oft á tíðum of sveiflukenndur og erfiður til fjárfestinga og höfum frekar litið til erlendra hlutabréfa í fjárfestingum,“ segir Sigurbjörn. Fyrir hvað er verðlaunað? Hallgrímur Óskarsson segir umhugsunarvert að sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi fengið verðlaun séu ekki meðal þeirra sem sýni bestu ávöxtunina. „Ég hef tekið eftir að sumir lífeyrissjóðir sem hafa fengið mörg verðlaun erlendis frá eru ekki með bestu ávöxtunina samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er þá kannski verið að verðlauna fyrir aðra hluti en mitt mat er að langtíma ávöxtun skipti almenning mestu máli. Þá skiptir auðvitað miklu máli að fólk fái réttmætar upplýsingar um ávöxtun á lífeyri sínum,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri. Ráðgjafafyrirtækið Verdicta birti nýlega fyrirtækið niðurstöður greiningar á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða þar sem fram kemur að langtímaávöxtun sameignarsjóða síðustu 20 ár er afar misjöfn eða frá um 1% til ríflega 6%. Nú nýlega veitti fyrirtækið Söfnunarsjóði lífeyrissréttinda verðlaun fyrir bestu ávöxtun allra opinna sameignarsjóða hér á landi síðustu 20 ár eða um 5% ávöxtun. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Verdicta þess segir að hófsöm stefna sjóðsins hafi komið afar vel út. „Þeir hafa fyrst og fremst fylgt íhaldsamari fjárfestingarstefnu. Það má segja að agressív stefna með mikilli áhættu sé ekki að koma vel út til lengri tíma. Þó að agressív stefna skili kannski góðum árangri í nokkur ár þá er lífeyrir landsmanna langhlaup og það á ekki að blanda honum í mikla áhættu,“ segir Hallgrímur. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda tekur undir þetta og segir að frekar hafi verið fjárfest í traustum skuldabréfum og á erlendum hlutabréfamarkaði en í innlendum hlutabréfum. Lítið fjárfest á innlendum hlutabréfamarkaði „Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ávallt verið varfærinn lífeyrissjóður og lagt áherslu á öryggi í fjárfestingum. Sjóðurinn hefur alla tíð komið mjög vel út þegar markaðir hafa verið erfiðir og þurfti til að mynda ekki að skerða réttindi eftir hrun. Við höfum lagt áherslu á að kaupa traust og góð skuldabréf sem hafa skilað mjög góðri ávöxtun en aðeins fjárfest að litlu leyti í innlendum hlutabréfum. Okkur finnst innlendi hlutabréfamarkaðurinn oft á tíðum of sveiflukenndur og erfiður til fjárfestinga og höfum frekar litið til erlendra hlutabréfa í fjárfestingum,“ segir Sigurbjörn. Fyrir hvað er verðlaunað? Hallgrímur Óskarsson segir umhugsunarvert að sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi fengið verðlaun séu ekki meðal þeirra sem sýni bestu ávöxtunina. „Ég hef tekið eftir að sumir lífeyrissjóðir sem hafa fengið mörg verðlaun erlendis frá eru ekki með bestu ávöxtunina samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er þá kannski verið að verðlauna fyrir aðra hluti en mitt mat er að langtíma ávöxtun skipti almenning mestu máli. Þá skiptir auðvitað miklu máli að fólk fái réttmætar upplýsingar um ávöxtun á lífeyri sínum,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira