Óvíst hvort uppsögnin standist lög Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. júní 2018 06:00 Frestur hluthafa HB Granda til þess að taka afstöðu til yfirtökutilboðs Brims rennur út í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18