Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 11:45 Oddviti Sjálfstæðisflokks, Eyþór Arnalds, hér meðal kollega sinna í minnihlutanum. Fréttablaðið/Ernir Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. Meðal annars var tekist var á um sumarleyfi borgarstjórnar, skipulag á Kringlureitnum og í Skerjafirði sem og kaup borgarinnar á fasteignum í Breiðholti. Ef marka má fyrsta fund borgarstjórnar sem haldin var í síðustu viku stefnir í átök á nýju kjörtímabili en sem kunnugt er mynduðu Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn nýjan meirihluta eftir borgarstjórnarkosningarnar í síðasta mánuði. Í minnihluta er Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkurinn og bókuðu borgarráðsfulltrúar og áheyrnarfulltrúar þessa flokka í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs í gær. Alls lögðu flokkarnir í minnihluta, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, fram tólf bókanir um þau málefni sem voru á dagskrá fundarins. Af þeim var Sjálfstæðisflokkurinn stórtækastur en borgarráðsfulltrúar hans lögðu fram fimm bókanir og fjórar aðrar í félagi við hina flokkanna í minnihluta. Fulltrúar meirihlutans svöruðu bókununum með alls níu bókunumTelja óásættanlegt að borgarstjórn fari í sumarfrí Önnur tillaga á fundi borgarráðs snerist um að reglulegir fundir borgarstjórnar yrðu felldir niður í júlí og ágúst og að borgarráð færi með heimildir borgarstjórnar á sama tíma.Við þetta voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins ekki sáttir og lögðu fram bókun þess efnis að eðlilegt væri að „nýkjörin borgarstjórn hefði verið að störfum í sumar vegna allra þeirra brýnu mála sem nauðsynlegt er að hefja vinnu að strax“.Þá gagnrýndi áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins að fundir borgarstjórnar yrðu lagðir niður á þessum tíma þar sem ýmis mál væru fyrir hendi sem þörfnuðust skjótrar úrlausnar.„Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi borgarstjórnarfunda hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni,“ segir í bókun áheynarfulltrúans.Borgarráðsfulltrúar meirihlutans bókuðu hins vegar á móti að áratugahefð væri fyrir því að borgarráð taki yfir fullnaðarafgreiðsluheimildir borgarstjórnar á sumrin enda fari langflest starfsfólk borgarinnar í frí í júlí. Vigdís Hauksdóttir, ásamt kollegum sínum í minnihlutanum.Fréttablaðið/ErnirSegja óvissu í samgöngumálum setja Kringlureit í uppnám Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir Kringlureit þar sem gert er ráð fyrir töluverðri uppbyggingu líkt og fjallað hefur verið um.Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði greiddu atkvæði gegn tillögunni og í bókun þeira og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins vegna málsins segir að ekki liggi fyrir hvernig samgönguúrbótum verði háttað við Kringlumýrarbraut og Miklubraut. „Miklubraut í stokk eru ekki í „meirihlutasáttmála“ sem kynntur var fyrr í mánuðinum. Óvissa með stefnu „meirihlutaflokkanna“ í samgöngumálum setur skipulagsmál á Kringlureit í uppnám. Þá er ákjósanlegt að samgöngumiðstöð fyrir almenningsamgöngur verði skipulögð á Kringlusvæðinu samhliða breyttu skipulagi,“ segir í bókun fulltrúanna. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans bókuðu á móti að rammaskipulagði gerði lóðahöfum kleyft að þróa svæðið áfram og forgangsraða uppbyggingu og að vinna að samgöngumálum á svæðinu væri undir formerkjum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.Grunnteikning að fyrirhugaðri uppbyggingu á Kringlureitnum.Skortur á samráði í Skerjafirði að mati Miðflokksins Á fundinum var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Lét flokkurinn bóka að það skyti skökku við að gagnrýna uppbyggingu í Örfirisey, eitt af kosningaloforðum flokksins, á grundvelli umferðamála en leggja á sama tíma fram tillögu um þrjú þúsund manna byggð án heildstæðs umferðarmats. Þá bókaði áheyrnarfulltrúi Miðflokksins að ekki hafi verið haft fullnægjandi samráð við hagsmunaðila málsins, svo sem íbúa og aðila í flugtengdum rekstri. Þá væri ekki gerð grein fyrir því hvernig ætti að leysa samgöngur í hverfinu. Bókuðu fulltrúar meirihlutans á móti að í rammaskipulaginu væri sett fram framtíðarsýn svæðisins sem tryggi fjölbreytt íbúðaframboð ásamt aukinni verslun og þjónustu í hverfinu og að aukið samráð við íbúa og hagmunaaðila verði viðdeiliskipulagsvinnu á svæðinu.Gagnrýna kaup borgarinnar á fasteignum í Breiðholti Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi fasteignir í Breiðholti, nánar tiltekið Völvufell 11 og Arnarbakka 2-6, gamla verslunarkjarna í hverfinu. Kaupverð er 750 milljónir króna en Sjálfstæðisflokkur greiddi atkvæði gegn kaupunum.Vegna kaupanna á Arnarbakka 2-6 bókaði Sjálfstæðisflokkurinn eftirfarandi:„Eðlileg og löngu tímabær uppbygging á þessu svæði á ekki að þurfa uppkaup borgarinnar fyrir hálfan milljarð króna. Aðkoma borgarinnar á að vera með öðrum hætti en að kaupa húseignir fyrir hálfan milljarð sem algjör óvissa er um hvernig nýtast,“ segir í bókunninni.Meirihlutinn svaraði með því að bóka að í „undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu“.Afrit af fundargerð borgarráðs má nálgast hér. Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. Meðal annars var tekist var á um sumarleyfi borgarstjórnar, skipulag á Kringlureitnum og í Skerjafirði sem og kaup borgarinnar á fasteignum í Breiðholti. Ef marka má fyrsta fund borgarstjórnar sem haldin var í síðustu viku stefnir í átök á nýju kjörtímabili en sem kunnugt er mynduðu Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn nýjan meirihluta eftir borgarstjórnarkosningarnar í síðasta mánuði. Í minnihluta er Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkurinn og bókuðu borgarráðsfulltrúar og áheyrnarfulltrúar þessa flokka í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs í gær. Alls lögðu flokkarnir í minnihluta, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, fram tólf bókanir um þau málefni sem voru á dagskrá fundarins. Af þeim var Sjálfstæðisflokkurinn stórtækastur en borgarráðsfulltrúar hans lögðu fram fimm bókanir og fjórar aðrar í félagi við hina flokkanna í minnihluta. Fulltrúar meirihlutans svöruðu bókununum með alls níu bókunumTelja óásættanlegt að borgarstjórn fari í sumarfrí Önnur tillaga á fundi borgarráðs snerist um að reglulegir fundir borgarstjórnar yrðu felldir niður í júlí og ágúst og að borgarráð færi með heimildir borgarstjórnar á sama tíma.Við þetta voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins ekki sáttir og lögðu fram bókun þess efnis að eðlilegt væri að „nýkjörin borgarstjórn hefði verið að störfum í sumar vegna allra þeirra brýnu mála sem nauðsynlegt er að hefja vinnu að strax“.Þá gagnrýndi áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins að fundir borgarstjórnar yrðu lagðir niður á þessum tíma þar sem ýmis mál væru fyrir hendi sem þörfnuðust skjótrar úrlausnar.„Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi borgarstjórnarfunda hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni,“ segir í bókun áheynarfulltrúans.Borgarráðsfulltrúar meirihlutans bókuðu hins vegar á móti að áratugahefð væri fyrir því að borgarráð taki yfir fullnaðarafgreiðsluheimildir borgarstjórnar á sumrin enda fari langflest starfsfólk borgarinnar í frí í júlí. Vigdís Hauksdóttir, ásamt kollegum sínum í minnihlutanum.Fréttablaðið/ErnirSegja óvissu í samgöngumálum setja Kringlureit í uppnám Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir Kringlureit þar sem gert er ráð fyrir töluverðri uppbyggingu líkt og fjallað hefur verið um.Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði greiddu atkvæði gegn tillögunni og í bókun þeira og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins vegna málsins segir að ekki liggi fyrir hvernig samgönguúrbótum verði háttað við Kringlumýrarbraut og Miklubraut. „Miklubraut í stokk eru ekki í „meirihlutasáttmála“ sem kynntur var fyrr í mánuðinum. Óvissa með stefnu „meirihlutaflokkanna“ í samgöngumálum setur skipulagsmál á Kringlureit í uppnám. Þá er ákjósanlegt að samgöngumiðstöð fyrir almenningsamgöngur verði skipulögð á Kringlusvæðinu samhliða breyttu skipulagi,“ segir í bókun fulltrúanna. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans bókuðu á móti að rammaskipulagði gerði lóðahöfum kleyft að þróa svæðið áfram og forgangsraða uppbyggingu og að vinna að samgöngumálum á svæðinu væri undir formerkjum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.Grunnteikning að fyrirhugaðri uppbyggingu á Kringlureitnum.Skortur á samráði í Skerjafirði að mati Miðflokksins Á fundinum var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Lét flokkurinn bóka að það skyti skökku við að gagnrýna uppbyggingu í Örfirisey, eitt af kosningaloforðum flokksins, á grundvelli umferðamála en leggja á sama tíma fram tillögu um þrjú þúsund manna byggð án heildstæðs umferðarmats. Þá bókaði áheyrnarfulltrúi Miðflokksins að ekki hafi verið haft fullnægjandi samráð við hagsmunaðila málsins, svo sem íbúa og aðila í flugtengdum rekstri. Þá væri ekki gerð grein fyrir því hvernig ætti að leysa samgöngur í hverfinu. Bókuðu fulltrúar meirihlutans á móti að í rammaskipulaginu væri sett fram framtíðarsýn svæðisins sem tryggi fjölbreytt íbúðaframboð ásamt aukinni verslun og þjónustu í hverfinu og að aukið samráð við íbúa og hagmunaaðila verði viðdeiliskipulagsvinnu á svæðinu.Gagnrýna kaup borgarinnar á fasteignum í Breiðholti Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi fasteignir í Breiðholti, nánar tiltekið Völvufell 11 og Arnarbakka 2-6, gamla verslunarkjarna í hverfinu. Kaupverð er 750 milljónir króna en Sjálfstæðisflokkur greiddi atkvæði gegn kaupunum.Vegna kaupanna á Arnarbakka 2-6 bókaði Sjálfstæðisflokkurinn eftirfarandi:„Eðlileg og löngu tímabær uppbygging á þessu svæði á ekki að þurfa uppkaup borgarinnar fyrir hálfan milljarð króna. Aðkoma borgarinnar á að vera með öðrum hætti en að kaupa húseignir fyrir hálfan milljarð sem algjör óvissa er um hvernig nýtast,“ segir í bókunninni.Meirihlutinn svaraði með því að bóka að í „undirbúningi og vinnu við hverfisskipulag Breiðholts var alveg ljóst að íbúar hverfisins lögðu mikla áherslu á að lífga upp á eldri verslunarkjarna í hverfinu. Uppkaupin eru liður í því að greiða fyrir þessari þróun og efla Breiðholtið sem sjálfbært hverfi og eru borgaryfirvöld og íbúar sammála um mikilvægi þess að hverfakjarnarnir í Breiðholtinu skapi góðan hverfisbrag og efli sjálfbærni í hverfinu, þannig að íbúar í Breiðholti þurfa ekki að leita langt yfir skammt eftir sjálfsagðri þjónustu“.Afrit af fundargerð borgarráðs má nálgast hér.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09