Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 Íbúa á höfuðborgarsvæðinu dreymir eflaust marga um sólbað á hvítri strönd og tæran, bláan sjó um þessar mundir. Vísir/Getty Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“ Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“
Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53
Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00
Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35