Hvers virði er ímynd Íslands fyrir sjávarútveg og landbúnað? Guðný Káradóttir skrifar 11. júní 2018 07:00 Ísland nýtur mikillar velvildar um þessar mundir. Landið þykir áhugavert og eftirsótt á svo margan hátt; fólk hefur áhuga á að heimsækja Ísland og segja frá upplifun sinni. Þetta skapar sóknarfæri fyrir íslenskar afurðir úr sjó og af landi til frekari verðmætasköpunar.Nýir drifkraftar í kauphegðun Það er fróðlegt að rýna í breytingar á gildismati og viðhorfi neytenda til að átta sig á breytingum á kauphegðun og eftirspurn. Þróunin hefur verið í þá átt að fólk sækist síður eftir að eignast hluti og deilir frekar eða samnýtir. Á sama tíma sækjast neytendur í vaxandi mæli eftir upplifun. Samkvæmt nýlegri greiningu Deloitte endurspeglast þessi viðhorf hjá stórum hluta neytenda við val á matvælum. Meðvitaðir neytendur hugsa um hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á umhverfi og samfélag. Þeir vilja vita hvar vörur sem þeir kaupa eru framleiddar eða jafnvel hannaðar, og það skiptir þá jafnvel meira máli en atriði eins og verð, tegund eða gerð vörunnar. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum fer vaxandi, ár frá ári. Hollusta og hreinleiki skipta máli. Aldamótakynslóðin er tilbúin að greiða meira fyrir ferskan og heilsusamlegan mat og leggur töluvert á sig til að finna slíkar afurðir. Tækniþróun er sterkur drifkraftur og leikur stórt hlutverk í kaupákvörðun neytenda sem og möguleikum framleiðenda til að ná til neytenda. Notkun farsíma og samfélagsmiðla vex hratt og innkaup í gegnum internetið verða auðveldari. Áskorunin fyrir framleiðendur felst í að nýta sér þetta í markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi. Fólk deilir upplifun sinni og miðlar upplýsingum um vörur og þjónustu til vina sinna með einum smelli. Það treystir í minna mæli á skilaboð seljenda og gerir kröfur til þeirra sem selja vörur og þjónustu um að nýta sér þessar boðleiðir. Getur áhugi á Íslandi aukið eftirspurn? Ímynd Íslands fellur vel að kröfum neytenda um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu. Hér eru sóknarfæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu og þá sem selja hreinar afurðir úr hafi eða af landi. Uppruni vöru getur orðið eins konar táknmynd sem neytendur sækjast eftir og vilja tengja sig við. Ekki bara vegna hins eiginlega uppruna, heldur getur uppruni vísað til lífsgilda, svo sem hugmyndafræði við framleiðslu og meðferð hráefna, eða afstöðu til mannréttinda og sjálfbærni. Við erum skammt á veg komin við að nýta okkur almennan áhuga á Íslandi og kröfu neytenda um að þekkja uppruna þeirra matvæla sem þeir kaupa í markaðssetningu erlendis. Við þurfum að fjárfesta meira í markaðsstarfi, segja áhugaverðar sögur og fara nýstárlegar leiðir til að byggja upp vörumerki. Markmiðið ætti að vera að skapa hughrif hjá neytendum svo þeir sækist eftir íslenskum afurðum og verði tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þær. Umhverfið og almenn þróun er okkur Íslendingum því hagstæð. Uppruni er mikilvægur aðgreiningarþáttur í samkeppni, sem tengist ekki bara staðreyndum heldur líka tilfinningatengslum við uppruna vörunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ísland nýtur mikillar velvildar um þessar mundir. Landið þykir áhugavert og eftirsótt á svo margan hátt; fólk hefur áhuga á að heimsækja Ísland og segja frá upplifun sinni. Þetta skapar sóknarfæri fyrir íslenskar afurðir úr sjó og af landi til frekari verðmætasköpunar.Nýir drifkraftar í kauphegðun Það er fróðlegt að rýna í breytingar á gildismati og viðhorfi neytenda til að átta sig á breytingum á kauphegðun og eftirspurn. Þróunin hefur verið í þá átt að fólk sækist síður eftir að eignast hluti og deilir frekar eða samnýtir. Á sama tíma sækjast neytendur í vaxandi mæli eftir upplifun. Samkvæmt nýlegri greiningu Deloitte endurspeglast þessi viðhorf hjá stórum hluta neytenda við val á matvælum. Meðvitaðir neytendur hugsa um hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á umhverfi og samfélag. Þeir vilja vita hvar vörur sem þeir kaupa eru framleiddar eða jafnvel hannaðar, og það skiptir þá jafnvel meira máli en atriði eins og verð, tegund eða gerð vörunnar. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum fer vaxandi, ár frá ári. Hollusta og hreinleiki skipta máli. Aldamótakynslóðin er tilbúin að greiða meira fyrir ferskan og heilsusamlegan mat og leggur töluvert á sig til að finna slíkar afurðir. Tækniþróun er sterkur drifkraftur og leikur stórt hlutverk í kaupákvörðun neytenda sem og möguleikum framleiðenda til að ná til neytenda. Notkun farsíma og samfélagsmiðla vex hratt og innkaup í gegnum internetið verða auðveldari. Áskorunin fyrir framleiðendur felst í að nýta sér þetta í markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi. Fólk deilir upplifun sinni og miðlar upplýsingum um vörur og þjónustu til vina sinna með einum smelli. Það treystir í minna mæli á skilaboð seljenda og gerir kröfur til þeirra sem selja vörur og þjónustu um að nýta sér þessar boðleiðir. Getur áhugi á Íslandi aukið eftirspurn? Ímynd Íslands fellur vel að kröfum neytenda um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu. Hér eru sóknarfæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu og þá sem selja hreinar afurðir úr hafi eða af landi. Uppruni vöru getur orðið eins konar táknmynd sem neytendur sækjast eftir og vilja tengja sig við. Ekki bara vegna hins eiginlega uppruna, heldur getur uppruni vísað til lífsgilda, svo sem hugmyndafræði við framleiðslu og meðferð hráefna, eða afstöðu til mannréttinda og sjálfbærni. Við erum skammt á veg komin við að nýta okkur almennan áhuga á Íslandi og kröfu neytenda um að þekkja uppruna þeirra matvæla sem þeir kaupa í markaðssetningu erlendis. Við þurfum að fjárfesta meira í markaðsstarfi, segja áhugaverðar sögur og fara nýstárlegar leiðir til að byggja upp vörumerki. Markmiðið ætti að vera að skapa hughrif hjá neytendum svo þeir sækist eftir íslenskum afurðum og verði tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þær. Umhverfið og almenn þróun er okkur Íslendingum því hagstæð. Uppruni er mikilvægur aðgreiningarþáttur í samkeppni, sem tengist ekki bara staðreyndum heldur líka tilfinningatengslum við uppruna vörunnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun