21 ár síðan að ekki einu sinni „flensa“ náði að stoppa Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2018 23:30 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli. Vísir/Getty 11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti