21 ár síðan að ekki einu sinni „flensa“ náði að stoppa Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2018 23:30 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli. Vísir/Getty 11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira