Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2018 19:15 nda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37