Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 19:30 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12
Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26