Makedónía fær nýtt nafn eftir 27 ára deilur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 23:42 Zoran Zaev, forsætisráðherra hins nýja Lýðveldis Norður-Makedóníu, tilkynnti um samkomulagið á blaðamannafundi í Skopje, höfuðborg ríkisins, í dag. Vísir/AFP Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC. Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC.
Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00
Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45